Ég er á leiðinni.....

Þegar ég flutti út til náms árið 1994 komu nokkrir pappakassar með flugfrakt frá Keflavík. Þess ber að geta að við vorum fjögur á ferð; ég, eldri börnin mín tvö og mamma þeirra. Nú 13 árum síðar (næstum upp á dag) flyt ég heim til Íslands aftur og sendi dótið með 20 feta gám. Ég taldi nærri 60 pappakassa, auk húsgagna og hillustæðna. Gámurinn var að vísu ekki fullur upp í loft en nóg var sett í hann samt. Þetta eru því u.þ.b. 6 kassar fyrir hvert ár, 1 kassi á tveggja mánaða fresti. Samt er ég búinn að henda miklu og heilan helling skyldi ég auðvitað eftir hjá minni fyrrverandi og dóttur okkar.

Það voru risa skógargeitungar að þvælast úti í dag þegar ég var að hlaða í gáminn. Kannski smygluðu þeir sér inn, koma með til Íslands og styrkja stofninn sem þar er fyrir hendi? Haustið 1994 fengum við mús í einum kassanum en hún hafði stolist í hann á flugvellinum í Vín. Hún var fyrsta (og sennilega eina) spendýrið sem ég kom fyrir kattarnef þar í borg en oft langaði mig að hrista hressilega í Vínarbúum þegar þeir voru farnir að fara virkilega í taugarnar á mér.

Hvað um það. Á morgun skrái ég mig burt úr Þýskalandi og annað kvöld flýg ég heim eftir 13 ára útlegð.

Ætlar enginn að segja: "Vertu velkominn heim....."? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar

Auðvitað vertu velkominn heim

Ætlar þú að setjast að á heimaslóðum eða í höfuðstaðnum?

Ingvar, 27.8.2007 kl. 23:20

2 identicon

Sigga, ég held það hafi verið Þorvaldur Halldórsson sem söng: Sértu velkomin heim, yfir hafið og heim.  Eða er ég að bulla!!!

En hvað um það ...  Það verður þá bráðum hægt að halda innflutningspartý hér á Arnarhrauninu þar sem þið bæði verðið á landinu í einu og jafnvel í nágrenni stór-Hafnafjarðarsvæðisins ;)

Örvar (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 10:24

3 identicon

Hjartanlega velkominn til baka kæri vinur.

Mér finnst nú ansi skrýtið að hugsa til þess Bjarni, hve langt er síðan þú fluttir út. En maður sér það á strákunum mínum þar sem þeir eru núna 13 ára, einungis nokkra mánaða stubbar er þið fluttust til Vínar. Eins og sagt er, maður sér hvað tíminn líður á börnunum (eða á maður e.t.v. að segja " aukakílóunum"  )

Þorkell Logi (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 11:41

4 identicon

Velkominn heim elsku kallinn

... eða Paddington, eins og Úan kallaði þig eftir smá misheyrn. Sjáumst í Vesturbænum!

Hvet þig svo til að skandalast fyrir mína hönd út í fyrirætlanir um að breyta Stapa í Hljómahöllina!! sjá http://vf.is/adsent/numer/32772/default.aspx 

Your very odd.

Oddný (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 15:52

5 identicon

Sértu velkominn heim kæri vinur. Hlakka til að sjá þig. Þið spekingarnir Örvar og Sigríður, í fyrsta lagi er textinn (síðasta línan í báðum erindum) ekki "Vertu velkominn heim" heldur "Sértu velkominn heim yfir hafið og heim. Þá er hlegið við störfin um borð" og "Sértu velkominn heim yfir hafið og heim. Og Hornbjarg úr djúpinu rís" í seinna erindinu. Og í öðru lagi var það ekki Raggi Bjarna, ekki Villi Vill og ekki Þorvaldur Halldórs sem söng þetta heldur Sigurður Ólafsson - svo ég ausi nú aðeins úr brunnum visku minnar:-)

En vertu samt alveg jafn hjartanlega velkominn heim Bjarni minn.

kveðja, Óli Sveins

Óli Sveins (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 21:32

6 identicon

Varðandi lagapælingarnar, velkominn heim og allt það.  Þá dettur mér, er ég horfi á titilinn, auðvitað fyrst og fremst í hug Brunaliðið (ef það var þá Brunaliðið) sem söng "ég er á leiðinni" og svo seinna "mér gengur nógu illa að skilja sjálfan mig"   

Þannig að spurningin er hvort þú Bjarni minn hafir verið að raula þennan lagstúf í flugvélinni á Frónleiðinni

Þorkell Logi (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 17:21

7 Smámynd: Ingvar

Með bloggfærsluna næst á undan þessari í huga, þá gæti nú verið áhugavert að heyra Bjarna hefja upp raust sína og flytja þessi lög með sínum textaútgáfum.

Ingvar, 30.8.2007 kl. 21:29

8 Smámynd: Gróa Hreinsdóttir

Velkomin heim til fóstujarðarinnar.

"Manstu gamla daga ......." var líka sungið einu sinni. En hvað var það sem við sungum saman í gamla daga í leikuppfærslunum ? Man þetta ekki lengur :(

Kveðja,

Gróa Hreins.

Gróa Hreinsdóttir, 1.9.2007 kl. 02:01

9 Smámynd: Tómas Tómasson

Ég vona að þér eigi eftir að farnast vel í Vesturbænum og að þessir búferlaflutningar verði þér til gæfu og góðs gengis. Og hver veit, kannski áttu ennþá séns og verður að góðum og gildum KR-ingi!

Kveðja

Tommi

Tómas Tómasson, 1.9.2007 kl. 19:05

10 identicon

Aldeilis velkominn. Ætlarðu að hafa Ísland sem bækistöð og syngja út um allan heim eða ætlarðu að vinna eitthvað hér? Verst að það er nýbúið að ráða nýjan óperustjóra.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband