Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skoðun öfgasinnaða framsóknarkratans!

Það er alltaf skemmtilegt að lesa skoðanir fólks þegar kemur að varnarmálunum. Þar er ekki til neitt sem heitir miðjumoð. Menn eru á með eða móti Nató, varnarsamstarfi, íslenskum her, vopnaæfingum o.s.frv.

Sem gamall Suðurnesjamaður kynntist ég varnarliðinu örlítið á árum áður en einhvern veginn tóks mér að komast í gegnum lífið án þess að fá einhverja eldheita skoðun á hernum, meðan hann var og hét.

Nú er ég hins vegar búinn að mynda mér skoðun og sem og oft áður minni ég á öfgasinnaðan framskóknarkrata. Hér kemur mín afstaða:

Ég tel að við eigum að taka þátt í Nató samstarfinu. Fyrirkomulagið eins og það er núna er hið besta mál. Árlegar varnaræfingar eru táknrænar en ekki til þess gerðar að hræða "hugsanlegan óvin". Auðvitað er enginn á leiðinni að ráðast inn í landið og sú tilhugsun virðist óhugsandi en þú læsir ekki bara útidyrahurðinni hjá þér þegar að þú heldur að verði brotist inn. Það er líka gott og blessað að gagnrýna BNA en það merkir samt ekki að allir Bandaríkjamenn séu asnar og að allar ríkisstjórnir þeirra hugsi bara um olíu. Við eigum samflot með vestrænum ríkjum þegar kemur að menningu og lífsgildum. Þessar þjóðir kjósa flestar að hafa her, sem er eitthvað sem við hvorki viljum né getum gert. Við getum lagt okkar fram í samstarfinu með því að "vera með". Þannig getum við líka haft áhrif. Við eigum ekki að vera þögular og auðmjúkar undirtyllur einhverra stórvelda en það er líka óþarfi að halda því fram að við séum eitthvað yfir aðra hafnir þegar kemur að alþjóðamálum.

Það að herinn sé farinn er hið besta mál. Vera hans hér var orðinn að tímaskekkju. Ég er hins vegar fylgjandi varnarsamstafinu og því sem því fylgir.


mbl.is „Íslensk stjórnvöld þurfa að ákveða framtíð ratsjárstöðva“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband