Ekki kjafta í Mozart!

Það er ekki vel liðið ef fólk er á netinu í vinnutímanum. Sumir lesa fréttir eða skoða stjörnuspána, athuga veðrið eða kíkja á einkamal.is. Svo er blogglestur orðinn mjög vinsæl þjóðaríþrótt og það er einmitt það sem þú ert að gera núna! Ertu í vinnunni að stelast á netið? Nú, jæja. Ekki í þetta skiptið.
Ég er hins vegar að stelast núna. Ég er ekki í tölvu en ég er í vinnunni og er að skrifa bloggið á auða blaðsíðu í austurískri lögbók sem ég er að þykjast lesa þessa stundina. Ég er nefnilega í hlutverki lögfræðingsins Bartolo í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart. Núna er lokaæfingin og ég er staddur á sviði Theater an der Wien í Vínarborg. Öðrum þætti fer að ljúka og bráðum hætti ég að þykjast lesa og punkta niður minnisatriði.

Ég er sem sagt að stelast. Vonandi að Mozart fyrirgefi mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

...ég segi ekki orð, þú getur treyst því.

kveðja,

Begga

Bergþóra Jónsdóttir, 31.7.2007 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband