Eru Íslendingar miklir skemmdarvargar miðað við höfðatölu?

Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem skemmdarvargar ganga berserksgang á hlutum sem þeir eiga ekki sjálfir. Mér er minnisstætt útvarpsviðtal sem ég heyrði við starfsmann Pósts og síma fyrir mörgum árum síðan. Þetta var milli jóla og nýárs og var umræðuefnið allir þeir póstkassar sem sprengdir eru í áramótavikunni. Mér er líka minnisstætt að sjá sundurskorinn sæti í strætó og svo auðvitað ónýta símaklefa hér og þar um Reykjavík. Nú hef ég verið búsettur á meginlandi Evrópu í langan tíma og hef oft veitt því eftirtekt að hlutir í almannaeign eru frekar látnir í friði þar en á Íslandi. Samt eiga þessi lönd (m.a. Þýskaland) við ýmis vandamál að etja sem eru okkur næstum óþekkt eins og t.d. atvinnuleysi. Það liggur því beinast við að halda að skemmdarverk séu enn eitt höfðatöluheimsmetið án þess þó að ég hafa neina tölfræði fyrir mér í því sambandi.

En hver er skýringin? Hverir eru þessir skemmdarvargar? Þetta tengist örugglega oft áfengis- og eiturlyfjaneyslu og stundum er kannski um einhvers konar manndómspróf að ræða; þú verður að sýna vinunum að þú "þorir".  Einhverjir þeirra sem skemma eiga auðvitað við geðræn vandamál að stíða og svo getur verið að eitthvað persónulegt eða pólitískt liggi að baki.

Hvað sem skýringum líður þá ber okkur að fordæma skemmdarverk og draga þá sem þau vinna til ábyrgðar.


mbl.is Skemmdarverk unnin á björgunarskipi í Sandgerðishöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband