31.7.2007 | 07:58
Ekki kjafta í Mozart!
Það er ekki vel liðið ef fólk er á netinu í vinnutímanum. Sumir lesa fréttir eða skoða stjörnuspána, athuga veðrið eða kíkja á einkamal.is. Svo er blogglestur orðinn mjög vinsæl þjóðaríþrótt og það er einmitt það sem þú ert að gera núna! Ertu í vinnunni að stelast á netið? Nú, jæja. Ekki í þetta skiptið.
Ég er hins vegar að stelast núna. Ég er ekki í tölvu en ég er í vinnunni og er að skrifa bloggið á auða blaðsíðu í austurískri lögbók sem ég er að þykjast lesa þessa stundina. Ég er nefnilega í hlutverki lögfræðingsins Bartolo í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart. Núna er lokaæfingin og ég er staddur á sviði Theater an der Wien í Vínarborg. Öðrum þætti fer að ljúka og bráðum hætti ég að þykjast lesa og punkta niður minnisatriði.
Ég er sem sagt að stelast. Vonandi að Mozart fyrirgefi mér.
Athugasemdir
...ég segi ekki orð, þú getur treyst því.
kveðja,
Begga
Bergþóra Jónsdóttir, 31.7.2007 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.