Færsluflokkur: Bloggar
14.8.2007 | 20:27
Ekki alltaf hægt að fara með fallegustu stelpunni heim af ballinu!
...en þó er yfirleitt gaman að fá að fara með einhverri heim. Annars er lélegur dráttur betri en enginn þegar um bikarkeppnina er að ræða; menn eiga þá alla vega ennþá einhverja möguleika á að vinna. En það er með þessa drætti eins og aðra; maður veit ekki fyrr en eftirá hvort hann var góður.
Ef einhverjum finnst ég vera dónalegur þá vil ég benda á að ég er bara að skrifa um bikarkeppnina!
Enginn óskadráttur en fínn samt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2007 | 13:06
Hvað flokkast undir "afbrigðileg rúmærsl"?
Angelina fórnaði ærslunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.8.2007 | 09:21
Nótt með Giggs!
Ég vaknaði í morgun og leit yfir á hina dýnuna í hjónarúminu. Þar lá leikmaður ManUn nr. 11, hinn enski Ryan Giggs. Alla vega benti merkingin á treyjunni til þess. Þegar ég var almennilega vaknaður áttaði ég mig betur á gangi mála. Auðvitað var þetta ekki Giggs heldur sonur minn Vésteinn sem er nýbúinn að kaupa sér nýju treyjuna hjá ManUn í Nike-búðinni í Vín fyrir 70. Þar að auki er búið að merkja hana með nafni Giggs og númeri (20). Strákur hafði sofið í treyjunni. Þetta er ekki eina treyja Vésteins því hann á sennilega á 3ja tug heima hjá sér, flestar merktar ManUn.
En hvað var Vésteinn að gera upp í rúmi hjá mér? Jú, við erum í heimsókn hjá henni Sigríði vinkonu okkar í góðu yfirlæti á hestabúgarði bróður hennar í Forsthof hjá Vín. Við gistum í nótt og þar sem það var bara eitt laust herbergi sváfum við sitthvoru megin í hjónarúmi.
Þegar sonur minn mætti í morgunmat spurði ég hann hvernig hann hefði sofið. Jú, ágætlega fyrir utan það að faðir hans hefði hrotið allt of hátt.
Ég leit hvössum augum á soninn en tók þá eftir að treyjan var ekki lengur rauð heldur svört og ég sat ekki lengur andspænis "Giggs" heldur "Raul".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.8.2007 | 08:40
Þetta er ekkert grín!
Við skulum ekki dæma stúlkukindina of hart.
Britney bakkaði á bíl undir vökulu auga papparassa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.8.2007 | 07:50
Dauðasyndirnar sjö við pizzugerð
Sigríður vinkona mín Aðalsteinsdóttir fór fögrum orðum um austurríska Wiener-Schnitzelið á blogginu sínu um daginn. Ég hef aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi þessa útbaraða kálfakjöts; aðrir austurrískir réttir höfða meira til mín eins og t.d. svínasteik með súrkáli og "knödel" eða lifrarbollusúpa. En nóg um það í bili.
Mig langar að helga þessa bloggfærslu skyndibitanum "pizzu". Þessi alheimsréttur, sem ættaður er frá Ítalíu þar sem húsmæður nýttu matarafganga með því að setja þá á flatbrauð og baka þá síðan, hefur fylgt mér öll mín fullorðinsár og mun væntanlega halda því áfram. Minnist ég "pizzuæðis" sem ég og Þorkell vinur minn gengum í gegnun fyrir 20 árum síðan. Ég þóttist maður með mönnum á þessum tíma og var farinn að biðja um sterkustu pizzuna á matseðlinum án þess að vera búinn að opna hann. Síðan átti að krydda pizzuna meira. Þetta gekk í þónokkurn tíma og var matartíminn orðinn að hálfgerðri helgiathöfn þar sem félagarnir svitnuðum og svitnuðum og drukkum auðvitað mikið gos með (þarna er skýringin á vaxtarlaginu loksins komin!). Nú til dags fæ ég mér iðulega bragðmiklar pizzur en hef þó eitthvað slegið af kröfum um krydd og þess háttar.
Dauðasyndirnar sjö við pizzugerð
- Sveppir úr niðursuðudós. Þetta er það hræðilegasta sem ég veit. Niðursuðusveppir, þvalir og blautir á pizzuna.
- Of þykkur botn. Ég aðhyllist "the italian style" þegar kemur að pizzabotninum. Hann á að vera stökkur og brakandi en ekki eins og ofnbakað fransbrauð.
- Lélegur ostur. Það er alveg sama hveru góð áleggin eru á pizzunni þinni. Ef osturinn er lélgur (gamall og bragðlaus) þá er pizzan ekki góð.
- Of mikið á pizzuna. Þetta er amerískur siður sem hefur náð til Íslands. Pizzur á maður að borða eins og annan mat, þangað til að maður er ekki lengur svangur en ekki þangað til maður er að springa.
- Ofsteikt pepporoni. Marínos Pizza hét pizzustaður á Njálsgötunni forðum daga. Þar var mér sagt að setja ætti pepporníið á pizzuna rétt áður en hún klárar að bakast. Þannig smakkast það best.
- Ostur í kanti. Jesús almáttugur. Þetta er nú meiri viðbjóðurinn. Þú skerð í kantinn og osturinn lekur niður á diskinn hjá þér. uuuaaaaaahhhhh!
- Of lítið á pizzuna. Þetta kemur stundum fyrir. fjórir sveppir, tvær pepperoni sneiðar og svo hálf ólífa. Restin er brauð, ostur og tómatsósa.
Yndislegustu pizzurnar eru auðvitað þær heimagerðu; fullar af ást og hamingju. Besta pizzan sem ég hef keypt og borðað var ekki ítölsk, þýsk, austurrísk (alls ekki), frönsk, spænsk, belgísk, dönsk eða amerísk heldur íslensk hjá Reykjavík Pizza Company á Laugarveginum (þetta er ekki auglýsing).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2007 | 09:21
Danskur hamar hittir austurrískan nagla beint á höfuðið.
Nú eru nokkrir dagar liðnir síðan að Brúðkaup Figarós var frumsýnt hér í Theater an der Wien. Stemmingin á sýningunni var mjög góð og áhorfendur fögnuðu vel í lokin. Eftir sýninguna var listamönnunum og aðstandendum þeirra boðið að skála í kampavín í kjallarara óperuhússins. Þar voru að vanda mikilu fleiri gestir en boðið var en á þessum frumsýningarhófum læðast alltaf inn þeir sem telja sig ómissandi í lista- menningarflórunni. Óperustjórinn hélt stutta tölu og þakkaði öllum þeim sem að sýningunni stóðu. Þetta tók kannski 10-12 mínútur en það var eins og við mátti búast ekki þögn í salnum nema kannski í 1 mínútu. Þá byrjaði kjaftagangurinn aftur og eftir nokkrar mínútur varð maður að leggja sig allan fram við að heyra í óperustjóranum, svo mikill var kliðurinn.
Þetta var að mörgu leiti skemmtileg tilviljun því boðskapur danska leikstjóran hitti þarna beint í mark. Í þessari uppfærslu er Brúðkaup Fígarós fært í nútímann. Aðalsöguhetjurnar gætu verið fræga fólk dagsins í dag og sviðmyndin er eins konar "big-brother" gámur þar sem enginn kemst út (allir söngvarar allan tímann á sviðinu). Í þokkabót eru allar persónur alltaf að þykjast og yfirborðsmennskan er það mikil að það reynist erfitt að sjá hvað sé ekta og hvað ekki. Þetta var nákvæmlega það sem var að gerast í frumsýningarhófinu. Fullt af fólki var mætt til að sýnast og án þess að hafa virkilega áhuga á því sem var að gerast. Margir óskuðu þátttakendum brosandi til hamingju með frábæra sýningu en hristu hausinn um leið og ekki sást lengur til þeirra. (Þetta er reyndar "Vínarsyndrome"). Skemmtilegast var þó að lesa blaðagagnrýnina eftir sýninguna en hún var eins fjölbreytt eins og litirnir eru í regnboganum. Margir gagnrýnendur áttuðu sig greinilega ekki á því sem leikstjórinn var að reynda að segja þeim.
Þetta mynnti mig á Sandgerðinganna forðum daga sem ekki fundu lengur lyktina af bræðslunni sinni. Þeir voru orðnir henni samdauna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2007 | 09:22
Rigningin róar en rok getur gert allt vitlaust!
Ánægjulegt að helgin skuli fara svona rólega af stað. Lögregla um land allt ánægð og hamingjusöm.
Ég starfaði sem grunnskólaleiðbeinandi fyrir mörgum árum síðan. Ef ég man rétt þá var talað um það á kennarastofunni að veðrið í frímínútunum hefði alltaf áhrif á krakkana. Ef rigndi þá komu þau róleg og afslöppuð inn aftur en ef að það var rok þá voru þau stjörnuvitlaus.
Kannski á það sama við um útihátíðir.
Allt fór vel fram á Akureyri í nótt - einn í fangageymslu í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.8.2007 | 08:37
Bakkus blæs á veður og vind!
Við Íslendingar látum veðrið ekki aftra okkur frá því sem við viljum gera. Ef markmiðið er að "detta í það" þá breytir brjálað veður og lokun tjaldstæða engu þar um. Markmið flestra um verslunarmannahelgina er einmitt að fara eitthvað og "detta í það" en það að "detta í það" er órjúfanlegur hluti þess að skemmta sér samkvæmt íslensku uppskriftinni. Við skulum bara vona að það takist um þessa helgi án mikils ofbeldis.
Broslegt finnst mér að einhver skuli stela bíl í Vestmannaeyjum. Sennilega væri þó auðveldara að komast undan ef komin væru göng milli lands og eyja.
Engin alvarleg slys eða skemmdir í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2007 | 19:48
Erfitt að gera öllum til hæfis!
Mannskepnan deyr ekki úrræðalaus. Fyrst reykingunum var úthýst þá er bara um að gera að taka áfengið með sér. Ég sé reyndar ekki fyrir mér að fólk sem sé að skemmta sér fari með glösin aftur inn þegar ölið er allt.
En það er svo sannarlega erfitt að gera öllum til hæfis í þessu "skemmtistaðareykingamáli". Reykingamenn eru væntanlega æfir eftir að bannið komst á og aðrir gleðjast yfir því að geta skemmt sér með öðrum án þess að fá særindi í hálsinn eða fýlu í fötin. Sjálfur reyki ég ekki en hef samt samúð með þrælum nikótínsins. Margir reykja líka einna helst þegar þeir fá sér í glas og því kemur bannið afar illa við kaunina á þeim. Það er samt hæpið að reykingafólk tali um að það sé verið að gera úr því "annars flokks borgara" með þessu banni. Stór hópur fólks sótti skemmtistaði og bari minna hér áður fyrr einmitt út af reyknum. Þetta fólk kemur núna út á lífið og andar að sér skemmtistaðamenningunni. Þar sem ég er erlendis hef ég reyndar ekki upplifað þennan nýja veruleika en hlakka til að kíkja á næturlífið í haust þegar ég kem heim.
Kannski á ég eftir að sakna þeirrar sjónrænu stemmingar sem sígarettureykurinn skapaði. Því væri samt hægt að redda með reykvélum úr leikhúsgeiranum sem gefa frá sér sauðmeinlausan reyk og gufu í öllum regnbogans litum.
Bannað að taka drykki með sér út af veitingastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2007 | 07:58
Ekki kjafta í Mozart!
Það er ekki vel liðið ef fólk er á netinu í vinnutímanum. Sumir lesa fréttir eða skoða stjörnuspána, athuga veðrið eða kíkja á einkamal.is. Svo er blogglestur orðinn mjög vinsæl þjóðaríþrótt og það er einmitt það sem þú ert að gera núna! Ertu í vinnunni að stelast á netið? Nú, jæja. Ekki í þetta skiptið.
Ég er hins vegar að stelast núna. Ég er ekki í tölvu en ég er í vinnunni og er að skrifa bloggið á auða blaðsíðu í austurískri lögbók sem ég er að þykjast lesa þessa stundina. Ég er nefnilega í hlutverki lögfræðingsins Bartolo í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart. Núna er lokaæfingin og ég er staddur á sviði Theater an der Wien í Vínarborg. Öðrum þætti fer að ljúka og bráðum hætti ég að þykjast lesa og punkta niður minnisatriði.
Ég er sem sagt að stelast. Vonandi að Mozart fyrirgefi mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)