Nótt með Giggs!

Ég vaknaði í morgun og leit yfir á hina dýnuna í hjónarúminu. Þar lá leikmaður ManUn nr. 11, hinn enski Ryan Giggs. Alla vega benti merkingin á treyjunni til þess. Þegar ég var almennilega vaknaður áttaði ég mig betur á gangi mála. Auðvitað var þetta ekki Giggs heldur sonur minn Vésteinn sem er nýbúinn að kaupa sér nýju treyjuna hjá ManUn í Nike-búðinni í Vín fyrir €70. Þar að auki er búið að merkja hana með nafni Giggs og númeri (€20). Strákur hafði sofið í treyjunni. Þetta er ekki eina treyja Vésteins því hann á sennilega á 3ja tug heima hjá sér, flestar merktar ManUn.

En hvað var Vésteinn að gera upp í rúmi hjá mér? Jú, við erum í heimsókn hjá henni Sigríði vinkonu okkar í góðu yfirlæti á hestabúgarði bróður hennar í Forsthof hjá Vín. Við gistum í nótt og þar sem það var bara eitt laust herbergi sváfum við sitthvoru megin í hjónarúmi.

Þegar sonur minn mætti í morgunmat spurði ég hann hvernig hann hefði sofið. Jú, ágætlega fyrir utan það að faðir hans hefði hrotið allt of hátt.

Ég leit hvössum augum á soninn en tók þá eftir að treyjan var ekki lengur rauð heldur svört og ég sat ekki lengur andspænis "Giggs" heldur "Raul".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei....þetta hlítur að vera bull í syni þínum...;) Saman myndið þið reyndar ágætis par. Allavega hávaxið par.

 En hvað er þetta við Forsthof sem veldur þvílíkum bloggskrifum? Eru það engispretturnar eða hið heilnæma Austurríska vatn?

Þið eruð ágæt, og það er gott.

Lilja (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband