Erum við stolt af skemmdarvörgum?

Fréttir af skemmdarverkum og ólátum eru áhyggjuefni. Kreppan er bara rétt að byrja. Eftir nokkra mánuði hafa sennilega margir misst allt sitt; vinnuna og íbúðina auk þess sem þetta hefur stressandi áhrif á allt heimilslíf og barnauppeldi.
Hvernig þróast mótmælin þá? Fleiri skemmdarverk? Ofbeldi? Við sem þjóð erum rúin trausti á alþjóðlegum viðskiptamarkaði en höfum ennþá stöðu meðal siðmenntaðra þjóða þar sem ofbeldi á götum úti er einungis tengt við áfengisdrykkju og næturlíf en ekki götuóeirðir og skemmdarverk.
Svo velti ég því fyrir mér hvort einhver vilji virkilega að allt á Íslandi fari í að snúast um alþingiskosningar, þar sem pólitíkusar keppast um að selja skrattanum ömmu sína bara fyrir það eitt að komast á þing?
Mér finnst að sú ríkisstjórn sem nú er þurfi að axla ábyrgð, en einmitt með því að standa vaktina meðan þetta er að ganga yfir. Hvort sem kosið verður á næsta ári eða síðar skiptir minna.
mbl.is Máluðu Valhöll rauða í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ef að slökkviliðsstjórinn kveikir í (eða skaffar bensín og setur reglur um að sleppa eigi öllum eldvörnum) á hann þá að sitja áfram sem slökkviliðsstjóri "meðan þetta er að ganga yfir"?

Ég vara við skemmdaverkum en vil ekki að aðal skemmdarvargarnir sitji sem fastast í ráðherrastólum!

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 13.11.2008 kl. 11:15

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Hvor aðilinn hafa framið stærri skemmdarverk ? fólkið sem máluðu Valhöll eða ríkisstjórnin ?

Sævar Einarsson, 13.11.2008 kl. 13:08

3 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Þessi þróun á mótmælum hér er ekkert einsdæmi í sögunni. Þjóðin er búin að öskra á aðgerðir síðustu vikur en ekkert gerist.

Ekkert lán frá IMF né öðrum þjóðum.

Engin rannsókn fyrirhuguð á aðraganda hrunsins.

Ég veit ekki hvar í heiminum þú Bjarni verður staddur á laugardaginn kl. 15 en ég vonast til að sjá þig á Austurvelli innanum tugþúsunda mótmælenda.

Sigurður Haukur Gíslason, 13.11.2008 kl. 13:23

4 Smámynd: Bjarni Thor Kristinsson

Byltingin étur börnin sín.

Bjarni Thor Kristinsson, 13.11.2008 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband