Það eina rétta í kreppunni....

Þetta er svo sannarlega einstakt tækifæri fyrir þjóðina. Það er ekki á hverjum degi sem þessi ótrúlega fallegi lagaflokkur er fluttur, hvað þá heldur að hann sé sviðsettur.

Tónlist Schubert er ekki búin að vera vinsæl síðustu tæplega 200 ár að ástæðulausu. Hún á erindi til okkar á öllum tímum og ekki síst núna þegar fólk er að reyna að hætta neysluhyggjunni og hugsa upp á nýtt hvaða hlutir skipta raunverulega máli.

Ekki skemmir heldur fyrir að frábærir listamenn skuli koma að þessu og það er svo sannarlega kominn tími til að fólk kynnist betur strigabassanum af Suðurnesjum, Jóhanni SMÁRA.

Nú þegar vetur er svo sannarlega skollinn á í íslensku samfélagi er alveg kjörið að setjast niður um stund og njóta vetrarferðar Schuberts.

Sjálfur kemst ég því miður ekki; er ekki á landinu.

Þeim áhugasömustu bendi ég á wikipediuna til að kynna sér viðfangsefnið enn betur: http://en.wikipedia.org/wiki/Winterreise

Góða ferð!


mbl.is Axlar ábyrgð á kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Thor Kristinsson

haha.... þessi færsla hjá mér hljómar eins og auglýsing.... það var nú ekki beint ætlunin.

Bjarni Thor Kristinsson, 23.11.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband