ÁTVR eða ÁTBR?

Þetta vissi ég ekki! Það er hægt að kaupa einn kaldan í Austurstræti og það á búðarverði. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er því orðin að hálfgerðum Áfengis- og tóbaksbar ríkisins. Þetta er athyglisvert en að mínu mati rangt.

Hið háa verð á áfengi og hinar fáu verslanir virðast hingað til ekki hafa hindrað okkur Íslendinga í að ná okkur í bjór eða vín. Sennilega myndi neyslan aukast ef aðgengið yrði gert betra og verðið lækkað en maður veit þó aldrei! Kannski drægist hún saman aftur síðar þegar mesta nýjabrumið væri farið af því að kaupa kippu á 300 kr. í Bónus.

Vandamálið okkar eru neysluvenjurnar. Íslendingar drekka allt of oft áfengi einungis til að "detta í það". Skyldi það einhvern tímann breytast?

Á meðan við ÁTVR sér eitt um áfengissölu á það ekki að breytast í bjórsjoppu eða götubar. Það er mín skoðun.


mbl.is Vill vínbúðina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband