3.3.2009 | 22:10
Klárum húsið!
Ég óttast að tónlistarhúsið verði látið sitja á hakanum. Nú eru kosningar framundan og hætta er á að einhverjir stjórnmálamenn reyni að ná sér í vinsældir með því að segja byggingunni stríð á hendur. Það er fyrst skorið niður í menntun og menningu þegar þrengir að. Auðvitað væri rétt að seinka byggingu hússins um einhver tíma en það myndi kosta enn meiri pening en að klára það strax.
Við sem höfum lifibrauð okkar af klassískum tónlistarflutningi höfum beðið eftir því ansi lengi að hér rísi tónlistarhús sem er landinu samborið. Íslenskt samfélag verður með hverju árinu líkara því ameríska þar sem neysluhyggjan valtar yfir alla menningartilburði. Við höfum núna tækifæri á að breyta áherslum í íslensku samfélagi og væri óskandi að við færum að leita hamingjunnar innra með okkur sjálfum í stað þess að kaupa alltaf flottari bíla og stærri flatskjái. Menntun og öflug menning gefa lífinu gildi og því megum við ekki hætta við fyrsta og eina íslenska tónlistarhúsið.
Við sem höfum lifibrauð okkar af klassískum tónlistarflutningi höfum beðið eftir því ansi lengi að hér rísi tónlistarhús sem er landinu samborið. Íslenskt samfélag verður með hverju árinu líkara því ameríska þar sem neysluhyggjan valtar yfir alla menningartilburði. Við höfum núna tækifæri á að breyta áherslum í íslensku samfélagi og væri óskandi að við færum að leita hamingjunnar innra með okkur sjálfum í stað þess að kaupa alltaf flottari bíla og stærri flatskjái. Menntun og öflug menning gefa lífinu gildi og því megum við ekki hætta við fyrsta og eina íslenska tónlistarhúsið.
Tekist á um Tónlistarhús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og hvað ertu tilbúinn til að láta hækka skattana mikið til að klára húsið ?
Púkinn, 3.3.2009 kl. 22:31
Er þetta nýja tónlistarhús ekki nákvæmlega eins og flatskjár eða flottur jeppi fyrir þig og þína þá. Við borguðum allavega fyrir okkar flatskjái sjálf. Nær væri að þið sem komið til með að nýta þetta húsnæði borgið fyrir það, látið okkur hin í friði! Mér finnst það ætti bara að rífa þetta. Skömm var af því að byrjað hafi verið á þessu í það fyrsta.
Guðmundur Heinrich (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 23:03
Sammála þér Bjarni. Þarf ekki að hækka skatta eins og Púkinn bendir á. Notum bara peningana sem Kristján Möller ætlar að nota í Vaðlaheiðargöngin.
Sigurður Haukur Gíslason, 3.3.2009 kl. 23:05
Það á að skera nið í þessu blessaða tónlistarhúsi og listamannalaunum, og setja þá peninga í Gæsluna og Heilbrigðisgeirann.
List eða líf?? það er spurning
Arnór (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 23:11
Við skulum bara átta okkur á því að list er lífið. Þó svo við klárum ekki þetta tónlistarhús, er vel hægt að styðja við menningu og listir í landinu. Við verðum að hlúa að menningarverðmætum, þar liggja einnig fjármunir. Við eigum framsækna og duglega listamenn á öllum sviðum.
En ég get ekki alveg séð að tónlistarhúsið sé það sem við þurfum mest á að halda í augnablikinu. Það væri nær að við tónlistarmenn og aðrir listamenn, héldum söfnun fyrir tónlistarhúsinu til að hjálpa til við að ljúka við byggingu. En ekki að setja skattpeninga í það í bili.
Ef allir legðust á eitt þá er ansi margt sem hægt er að gera þó svo mér sé það fyllilega ljóst að við söfnum ekki fyrir því einn, tveir og þrír.
Þetta á að vera tónlistarhús fyrir alla Íslendinga ekki bara Reykvíkinga og menning er ekki bara í Reykjavík.
(er dreyfbýlistútta)
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 3.3.2009 kl. 23:30
Með fullri virðingu! Ég er einn af þessum skattgreiðendum sem líður illa þegar að hann veit af vanhöldnum atvinnulausum, sjúklingum, öryrkjum, fötluðum og öðrum þeim sem minna mega sín og fá ekki nóg á sama tíma og listunnendur þurfi ekki að greiða raunkostnað fyrir skemmtanir sínar. Tónlistahúsið er ein af forsendunum fyrir þessum dillum, sem og íþróttahús sem byggð eru fyrir fullorðna til að leika sér í. Ég er ekki á móti æskulýðsstarfi í tónlist eða íþróttum, ég styð það án þess að sjá eftir einni krónu, tómstundir fullorðinna eru annað mál. Ég hef ekkert á mót því að fólk njóti lista og menningar, en fullorðið fólk á á borga fullt gjald fyrir skemmtanir sínar, niðurgreiðsla fyrir börn er nokkuð sem ég get sætt mig við, ekki nota mína skattpeninga. Þegar ég fer í leikhús þá vil ég borga fullt gjald, enga forsjárhyggju menningu takk fyrir. Sýna stykki sem standa undir sér, ódýrari leiktjöld e.t.c. eða annars konar ráðdeild. Þegar að þjóðleikhúsið vill setja á svið stykki sem uppfyllir metnaðarfyllstu menningarfantasíur þeirra sem þar ráða og leikaranna, þá verða þeir að ráða sig upp á hlut, reyndar mættu þeir líka gera það þegar um vinsælu stykkin eru sýnd líka, rekstrarmeðvitund hefur verið fjarverandi of lengi. Ekki fleiri yfirlætislegar predikanir menningarelítunna það hvað okkur sem borgum reikninginn er fyrir bestu, leikið ykkur með ykkar peninga.
Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 23:35
Ekki geri ég lítið úr listinni en þegar eins illa árar efnahagslega og nú gerir hjá okkur Íslendingum þá tel ég að draga verði saman seglin þar sem heppilegast er hverju sinni. Það er deginum ljósara að áframhaldandi smíði tónlistarhúss er ekki forgangsatriði þegar deila þarf út færri og færri krónum til margra verka. Mörg verkefni eru þar langt á undan og má þar m.a. nefna heilbrigðismál, lögreglumál og öryggis- og björgunarmál. Vil ég því nefna að meðan t.d. Landhelgisgæslan hefur ekki efni á að halda úti tveimur varðskipum á sjó í einu og getur vart flogið loftförum sínum sakir fjárskorts þá ætti ekki nokkrum einasta ráðamanni að láta sér detta í hug að ausa milljörðum í að klára tónlistarhúsið. Vantar allt sem heitir skynsemi í þessa ráðamenn okkar?
Guðmundur (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 00:00
Hjartanlega sammála, auðvitað á að ljúka þessu! GG
Gylfi Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 15:48
Ég er á því að ljúka eigi byggingu húsins, þó ekki nema bara til að losna við þetta opna sár sem byggingarsvæðið er í miðbænum. Það væri þvílíkur hnjóður á miðbæjarmyndinni að hafa þetta hús óklárað, því öll ferðamannaskip og langflestir ferðamenn sem koma til landsins fara jú einmitt um þetta svæði. Og er ekki verið að tala um ferðamannaiðnað sem einn af bjargvættum þjóðarinnar ??
Ég skil ekki alveg hvert Björn Jónsson er að fara. Það hafa verið byggðar upp íþróttahallir út um allt land og í hverju krummaskuði nákvæmlega til að fullorðnir fái að leika sér á niðursettu verði. Hér í Hafnarfirði hefur verið byggð upp aðstaða langt umfram það sem þarf til að unglingar og börn geti sinnt sínum áhugamálum. Íþróttafélögin fara (að þvi að manni virðist) vísvitandi langt framúr fjárhagsáætlunum og treysta svo á bæjarfélagið til að taka að skuldahalann, vitandi það að flestir bæjarstjórnarmeðlimir eru afsprengi smölunarmaskínu íþróttafélaganna. Til að kóróna vitleysuna eru styrkir bæjarins til félaganna vísitölutengdir svo að í ár borgum við líkast til 25-30% meira til félaganna .... Kannski ekki furða að FH skuli vera að leita sér að erlendum leikmanni í knattspyrnulið sitt(sem verður líkast til ekki á sultarlaunum og líkast til helmingnum svart) meðan grunnskólar bæjarins verða að draga saman seglin. Mega t.d. ekki ráða í stöður sem losna.
Þegar að þeir aðilar sem eru til í að loka á menningaruppbygginingu á þeim rökum að sýningar/tónleikar eigi að standa undir sér, eru til í að íþróttir falli að sömu rökum þá er mark takandi á þeim. Það eru nefninlega síst síðri fyrirmyndir sem æskulýðsstarf í tónlist, myndlist og leiklist gefa af sér.
Örvar Már Kristinsson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 09:18
Kæri Björn, athugaðu að þetta snýst ekki um "tómstundir fullorðinna". Það hefur fjöldi fólks atvinnu af list sinni, t.d. öll sinfóníuhljómsveitin ásamt aðstandendum. Einnig skapar bygging tónlistarhússins fjöldamörg störf.
Ég er sammála hverju orði sem þú skrifar Bjarni Thor . Og listin er lífið!
Herdís Anna (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 10:06
Guðmundur:
"Við borguðum allavega fyrir okkar flatskjái sjálf."
Nei - það er nú helvítis vandamálið! Þið steyptuð ykkur í skuldir sem við gáfaða og fallega fólkið (eins og við Bjarni Thor) sem ávallt spöruðum allt okkar klink þurfum nú að blæða fyrir!
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.