Illa tekinn!

Móðir mín er með áskrift af Stöð2. Hún var svo elskuleg að taka upp fyrir mig nokkra sjónvarpsþætti á þeirri ágætu stöð s.l. föstudag. Meðal annars var þátturinn "Tekinn 2" sem sennilega er flestum landsmönnum að góðu kunnur.

Þetta var athyglisverður þáttur og það var forvitnilegt að fylgjast með því hvernig gildrur voru lagðar fyrir tvo saklausa borgara sem báðir hafa atvinnu af því að syngja. Það var aðdáunarvert hvernig þau héldu bæði andlitinu þrátt fyrir að reynt væri að hrekkja þau þegar þau voru að syngja. Greinilegt var að það átti að búa til skemmtilegan sjónvarpsþátt og þegar annar söngvarinn lét fullan gest í brúðkaupsveislu ekki trufla sig þá gaf þáttarstjórnandi skipun um að nú skyldi sá "fulli" ráðast á listamanninn. Þetta varð auðvitað til þess að slagsmál hófust en sem betur fer í stutta stund því myndavélamaðurinn hljóp inn í salinn og söngvarinn fékk að vita að hann hefið verið "tekinn".

Nú er búið að "taka" flesta af þekktustu listamönnum landsins. Þeir sem ekki hafa verið teknir ennþá eru sennilega alltaf á varðbergi.

Bergþór stórsöngvari Pálsson á afmæli í dag og ég er á leiðinni á afmælisveislutónleikana hans í Salnum. Afmælisveislan væri hið fínasta sjónvarpsefni, eins og hún verður og án þess að einhver sé leiddur í gildru.

 Beggi - til hamingju!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyrún Inga Þórólfsdóttir

Á maður að skilja þetta svo að þú hafir verið tekinn??

Eyrún Inga Þórólfsdóttir, 24.10.2007 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband