6.8.2007 | 09:21
Danskur hamar hittir austurrískan nagla beint á höfuðið.
Nú eru nokkrir dagar liðnir síðan að Brúðkaup Figarós var frumsýnt hér í Theater an der Wien. Stemmingin á sýningunni var mjög góð og áhorfendur fögnuðu vel í lokin. Eftir sýninguna var listamönnunum og aðstandendum þeirra boðið að skála í kampavín í kjallarara óperuhússins. Þar voru að vanda mikilu fleiri gestir en boðið var en á þessum frumsýningarhófum læðast alltaf inn þeir sem telja sig ómissandi í lista- menningarflórunni. Óperustjórinn hélt stutta tölu og þakkaði öllum þeim sem að sýningunni stóðu. Þetta tók kannski 10-12 mínútur en það var eins og við mátti búast ekki þögn í salnum nema kannski í 1 mínútu. Þá byrjaði kjaftagangurinn aftur og eftir nokkrar mínútur varð maður að leggja sig allan fram við að heyra í óperustjóranum, svo mikill var kliðurinn.
Þetta var að mörgu leiti skemmtileg tilviljun því boðskapur danska leikstjóran hitti þarna beint í mark. Í þessari uppfærslu er Brúðkaup Fígarós fært í nútímann. Aðalsöguhetjurnar gætu verið fræga fólk dagsins í dag og sviðmyndin er eins konar "big-brother" gámur þar sem enginn kemst út (allir söngvarar allan tímann á sviðinu). Í þokkabót eru allar persónur alltaf að þykjast og yfirborðsmennskan er það mikil að það reynist erfitt að sjá hvað sé ekta og hvað ekki. Þetta var nákvæmlega það sem var að gerast í frumsýningarhófinu. Fullt af fólki var mætt til að sýnast og án þess að hafa virkilega áhuga á því sem var að gerast. Margir óskuðu þátttakendum brosandi til hamingju með frábæra sýningu en hristu hausinn um leið og ekki sást lengur til þeirra. (Þetta er reyndar "Vínarsyndrome"). Skemmtilegast var þó að lesa blaðagagnrýnina eftir sýninguna en hún var eins fjölbreytt eins og litirnir eru í regnboganum. Margir gagnrýnendur áttuðu sig greinilega ekki á því sem leikstjórinn var að reynda að segja þeim.
Þetta mynnti mig á Sandgerðinganna forðum daga sem ekki fundu lengur lyktina af bræðslunni sinni. Þeir voru orðnir henni samdauna.
Athugasemdir
Hvernig var aftur gamla kenningin þín: Ef Vínarbúi brosir eftir frumsýningu þá féll stykkið um sjálft sig og var léleg, en ef hann kemur út með fýlusvip þá var það góð sýning ...
Örvar (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.