20.12.2010 | 01:42
Af skandinavískum bössum, spænskum tenórum og ítölskum sjálfsölum.
Hremmingum mínum á flugvöllum og lestarstöðvum Evrópu í desembermánuði 2010 ætlar seint að ljúka. Skemmst er að minnast ævintýralegri heimferð frá Verona í upphafi mánaðarins sem bæði kostaði tíma og peninga. Þegar þetta er skrifað er ég staddur í annað sinn á sama hótelinu í Mílanó. Ég er á hóteli sem ég ætlaði ekki að gista á, í borg sem ég ætlaði ekki að heimsækja og að skrifa blogg sem ég ætlaði alls ekki að skrifa.
Í stuttu máli lá leið mín niður í Toscanahérað til að syngja tvær sýningar af Brottnáminu eftir meistara Mozart. Ég flaug að heiman á föstudaginn og hafði ákveðið að skipta um vél í London. Sýningarnar voru síðan á laugardaginn og sunnudaginn (áðan). Flugið til London gekk vel og ég hafði góða 4 tíma til að innrita mig á vélina áfram niður til Pisa. Þegar ég, tveimur tímum fyrir brottför lít á ljósatöfluna sé ég hvernig 6 flugum í einni hendingu er aflýst, þ.á.m. mínu flugi. Auðvitað. Ég greip í handlegginn á ungum starfsmanni flugvallarins sem fyrir hendingu stóð við hlið mér, horfði djúpt í dökkbrún augu hans og sagðist "verða" að komast til Ítalíu sem fyrst, þar sem ég væri ótrúlega merkilegur óperusöngvari sem ætti sýningu næsta dag. 5 mínútum síðar var ég kominn með flug til Mílanó og hafði þar verið tekinn fram fyrir 48 sem voru á biðlista. Eftir vopnaleit sá ég að þeim flugum sem aflýst var fjölgaði jafnt og þétt. Mitt flug var ennþá á áætlum. Fjórum tímum síðar var flugið mitt líka ennþá á áætlun samkvæmt ljósaskiltinu en þessi risaskjár í Terminal 5 á Heathrow mældist með óvenjumikið áhorf þennan daginn. Þetta var skrítin áætlun þvi tveir tímar voru liðnir síðan vélin átti að fara í loftið. Annað lærði ég, þar sem ég beið eftir fluginu. Nú veit ég til hvers þessi "Prayers rooms" eða bænahús eru á öllum stóru flugvöllunum. Þau eru fyrir þreytta ferðalanga sem fá engin svör frá flugfélaginu sínu um hvenær eða hvort þeir komist á leiðarenda. "Þegar vonin ein er eftir" leita sennilega margir til æðri máttarvalda og leggjast á bæn.
Þótt ótrúlegt megi virðast þá hafðist þetta flug mitt um síðir án trúariðkunar. Við vorum kölluð út í vél þar sem síðan var beðið í heila 5 klukkutíma eftir afísingu; allir í sætaröð 27 eru nánir vinir mínir í dag. Flugið tók tvo tíma og við lentum á Malpensa flugvelli í Mílanó rúmlega 2 að nóttu til.
Umbinn minn hafði bókað hótel fyrir mig við lestarstöðina í Mílanó en allar lestar og rútur voru hættar að ganga niður í bæ svo ég ákvað að reyna að fá gistingu á einu af hótelunum í nágrenni flugvallarins. Þau voru auðvitað öll uppbókuð því í Mílanó höfðu fallið 4 cm af snjó sem nægði til þess að allt hafði farið úr skorðum. Ég hljóp því í hvelli að leigubílaplaninu. Þar voru engir leigubílar en á annað hundrað manns að bíða. Nú birtust tveir bílar og annar þeirra stoppaði í nágrenni við mig. Ég ákvað að vera svolítið ákveðinn og spurði hvort einhver vildi ekki fara með mér í miðbæ Mílanó. Tveir ferðamenn stukku út úr röðinni og við deildum með okkur þeim 16 þúsund krónum sem farið kostaði. Það borguðum við með glöðu geði enda vorum við fegin að vera á lífi eftir að hálftíma akstur á 150 km hraða í ísingu. Annar samferðamaðurinn, kvenkyns þýskur svæðanuddari, þakkaði mér sérstaklega fyrir að hafa tekið af skarið og kallað á bílinn. Vildi hún meina að enginn hefði þorað að mótmæla mér þó 100 manns væru á undan í biðröðinni. Svo ákveðin og valdmannsleg hefði rödd mín hljómað. Á hótelinu stökk ég beint í rúmið og svaf eins og barn til næsta dags.
Daginn eftir hringdi ég í umbann sem hafði mestar áhyggjur af því að ég væri orðinn of þreyttur til að geta sungið af viti. Ég tjáði henni það að ég væri ekki spænskur tenór heldur skandinavískur bassasöngvari og léti ekki smáræði sem þetta slá mig út af laginu. Af hlátri hennar að dæma vissi ég að hún tók svarið gott og gilt.
Lestarferðalag frá Mílanó til Pisa tekur 4 klst. Ég var mættur klukkan 11 til að kaupa mér miða. Í fyrstu var uppselt í allar lestar en svo reyndi ég bara aftur við sjálfsalann og fékk þá miða. Ítalskir sjálfsalar eru greinilega breiskir. Ferðalagið gekk vel og ég var kominn til Pisa klukkan 3, fjórum tímum fyrir sýningu. Í leikhúsinu frétti ég að lestarsamgöngur hefðu lamast eftir hádegið. Þarna slapp ég aftur fyrir horn eins og í London deginum áður.
Í kvöld var síðan seinni sýningin og eftir hana átti ég flug til London og svo áfram heim í fyrramálið. Þar sem allt er nú í lamasessi á Englandi ákvað ég að finna aðra leið heim og tókst að finna ódýrt flug frá Mílanó til Kaupmannahafnar á morgun. Síðan breyttu Icelandair fluginu mínu frá London í Kaupmannahafnarflug; sennilegast fegnir að losna við einn farþega úr jólabiðhjörðinni á Bretlandi. Ég fékk síðan bílfar eftir sýningu með samasöngvara mínum sem býr í Mílanó og var kominn upp á hótel fyrir miðnætti.
Ef Guð og lukkan eru með mér í liði þá er ég kominn til Keflavíkurflugvallar annað kvöld klukkan 22:20.
Ef einhver spyr mig hvert ég hafi farið til að syngja í þetta skiptið get ég með góðri samvisku svarað að ég hafi mestmegnis verið í Mílanó. Það að ég hafi ekki sungið á Scala þarf bara ekkert að koma fram. Annað eins hefur nú gerst.
Í stuttu máli lá leið mín niður í Toscanahérað til að syngja tvær sýningar af Brottnáminu eftir meistara Mozart. Ég flaug að heiman á föstudaginn og hafði ákveðið að skipta um vél í London. Sýningarnar voru síðan á laugardaginn og sunnudaginn (áðan). Flugið til London gekk vel og ég hafði góða 4 tíma til að innrita mig á vélina áfram niður til Pisa. Þegar ég, tveimur tímum fyrir brottför lít á ljósatöfluna sé ég hvernig 6 flugum í einni hendingu er aflýst, þ.á.m. mínu flugi. Auðvitað. Ég greip í handlegginn á ungum starfsmanni flugvallarins sem fyrir hendingu stóð við hlið mér, horfði djúpt í dökkbrún augu hans og sagðist "verða" að komast til Ítalíu sem fyrst, þar sem ég væri ótrúlega merkilegur óperusöngvari sem ætti sýningu næsta dag. 5 mínútum síðar var ég kominn með flug til Mílanó og hafði þar verið tekinn fram fyrir 48 sem voru á biðlista. Eftir vopnaleit sá ég að þeim flugum sem aflýst var fjölgaði jafnt og þétt. Mitt flug var ennþá á áætlum. Fjórum tímum síðar var flugið mitt líka ennþá á áætlun samkvæmt ljósaskiltinu en þessi risaskjár í Terminal 5 á Heathrow mældist með óvenjumikið áhorf þennan daginn. Þetta var skrítin áætlun þvi tveir tímar voru liðnir síðan vélin átti að fara í loftið. Annað lærði ég, þar sem ég beið eftir fluginu. Nú veit ég til hvers þessi "Prayers rooms" eða bænahús eru á öllum stóru flugvöllunum. Þau eru fyrir þreytta ferðalanga sem fá engin svör frá flugfélaginu sínu um hvenær eða hvort þeir komist á leiðarenda. "Þegar vonin ein er eftir" leita sennilega margir til æðri máttarvalda og leggjast á bæn.
Þótt ótrúlegt megi virðast þá hafðist þetta flug mitt um síðir án trúariðkunar. Við vorum kölluð út í vél þar sem síðan var beðið í heila 5 klukkutíma eftir afísingu; allir í sætaröð 27 eru nánir vinir mínir í dag. Flugið tók tvo tíma og við lentum á Malpensa flugvelli í Mílanó rúmlega 2 að nóttu til.
Umbinn minn hafði bókað hótel fyrir mig við lestarstöðina í Mílanó en allar lestar og rútur voru hættar að ganga niður í bæ svo ég ákvað að reyna að fá gistingu á einu af hótelunum í nágrenni flugvallarins. Þau voru auðvitað öll uppbókuð því í Mílanó höfðu fallið 4 cm af snjó sem nægði til þess að allt hafði farið úr skorðum. Ég hljóp því í hvelli að leigubílaplaninu. Þar voru engir leigubílar en á annað hundrað manns að bíða. Nú birtust tveir bílar og annar þeirra stoppaði í nágrenni við mig. Ég ákvað að vera svolítið ákveðinn og spurði hvort einhver vildi ekki fara með mér í miðbæ Mílanó. Tveir ferðamenn stukku út úr röðinni og við deildum með okkur þeim 16 þúsund krónum sem farið kostaði. Það borguðum við með glöðu geði enda vorum við fegin að vera á lífi eftir að hálftíma akstur á 150 km hraða í ísingu. Annar samferðamaðurinn, kvenkyns þýskur svæðanuddari, þakkaði mér sérstaklega fyrir að hafa tekið af skarið og kallað á bílinn. Vildi hún meina að enginn hefði þorað að mótmæla mér þó 100 manns væru á undan í biðröðinni. Svo ákveðin og valdmannsleg hefði rödd mín hljómað. Á hótelinu stökk ég beint í rúmið og svaf eins og barn til næsta dags.
Daginn eftir hringdi ég í umbann sem hafði mestar áhyggjur af því að ég væri orðinn of þreyttur til að geta sungið af viti. Ég tjáði henni það að ég væri ekki spænskur tenór heldur skandinavískur bassasöngvari og léti ekki smáræði sem þetta slá mig út af laginu. Af hlátri hennar að dæma vissi ég að hún tók svarið gott og gilt.
Lestarferðalag frá Mílanó til Pisa tekur 4 klst. Ég var mættur klukkan 11 til að kaupa mér miða. Í fyrstu var uppselt í allar lestar en svo reyndi ég bara aftur við sjálfsalann og fékk þá miða. Ítalskir sjálfsalar eru greinilega breiskir. Ferðalagið gekk vel og ég var kominn til Pisa klukkan 3, fjórum tímum fyrir sýningu. Í leikhúsinu frétti ég að lestarsamgöngur hefðu lamast eftir hádegið. Þarna slapp ég aftur fyrir horn eins og í London deginum áður.
Í kvöld var síðan seinni sýningin og eftir hana átti ég flug til London og svo áfram heim í fyrramálið. Þar sem allt er nú í lamasessi á Englandi ákvað ég að finna aðra leið heim og tókst að finna ódýrt flug frá Mílanó til Kaupmannahafnar á morgun. Síðan breyttu Icelandair fluginu mínu frá London í Kaupmannahafnarflug; sennilegast fegnir að losna við einn farþega úr jólabiðhjörðinni á Bretlandi. Ég fékk síðan bílfar eftir sýningu með samasöngvara mínum sem býr í Mílanó og var kominn upp á hótel fyrir miðnætti.
Ef Guð og lukkan eru með mér í liði þá er ég kominn til Keflavíkurflugvallar annað kvöld klukkan 22:20.
Ef einhver spyr mig hvert ég hafi farið til að syngja í þetta skiptið get ég með góðri samvisku svarað að ég hafi mestmegnis verið í Mílanó. Það að ég hafi ekki sungið á Scala þarf bara ekkert að koma fram. Annað eins hefur nú gerst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.