Formúlan að góðum hvítasunnudegi

Torre de HerculesÁ grámyglulegum hvítasunnudegi ligg ég upp á hótelherbergi og horfi á kappakstur. Spennandi upplýsingar um áætlaða bensíntöku í þjónustustoppi blandast gelti spænskra íþróttafréttamanna sem æsast mjög þegar bíll í fjórtánda sæti nálgast næsta bíl á undan. Ég læt mér í léttu rúmi liggja enda enginn Íslendingur í Formúlu 1, ekki ennþá alla vega.

Í dag er engin æfing og ég ætlaði að nota daginn til að kíkja betur á bæinn. Veðurguðirnir eru hins vegar á öðru máli og þar sem ég er ný stíginn upp úr veikindum ætla ég ekki út í votviðrið. Ég er ekki ennþá farinn að nota sumarfötin sem ég tók með mér en vonandi eru hlýrri tímar framundan. Nálægðin við Atlantshafið gerir það að verkum að veðurfarið minnir töluvert á heimahagana.

Ég fór t.a.m. upp að Herkúlesarvitanum fyrir 3 dögum síðan í alveg ágætis veðri. Ég notaði tækifærið og fór í örlitla heilsurækt í leiðinni en til þess að komast upp vitann þarf að ganga 242 tröppur sem ég og gerði. Þaðan var útsýnið fallegt (tók nokkrar myndir
http://flickr.com/photos/bjarnithor ) en sjávarilmurinn, hafgolan og fuglagargið fyllti mig heimþrá.

Nú er kappakstrinum lokið með sigri rauða liðins. Það hlýtur að vera ótrúlega mikið bensín sem fer til einskis í kappakstri sem þessum. Væri ekki nær að keppa í kassabílaakstri þar sem hvert lið hefði tvo til að ýta hverju sinni? Þetta væri hin besta skemmtun og mikil heilsubót auk þess sem umhverfinu væri sýnd töluvert meiri virðing en nú er gert.

Hver bíll væri þá ekki 800 hestöfl heldur einungis 4 jafnfljótir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband